Vínsmökkun, beint að dyrum

Hverjar erum við?

Vínvísar eru Heiðrún og Brynhildur, vinkonur og sérfræðingar í víni sem telja að góð vínfræðsla eigi að vera aðgengileg og skemmtileg.

Við veitum framúrskarandi þjónustu með því að mennta okkur í vínfræði, smakka vín og byggja upp þekkingu sem við deilum með ykkur á mannamáli. Vín þarf alls ekki að vera flókið – við trúum að allir geti haft gaman af því að læra um það, sama hvort þeir séu byrjendur eða lengra komnir.

Vínvísar koma með vínsmakkanirnar til ykkar. Við mætum með vín, glös, græjur og fræðslu – á vinnustaðinn, í matarboðið eða þangað sem þið viljið skála.


  • Brynhildur er eðlisfræðingur á daginn og vínþjónn á kvöldin. Hún hefur þjónað ófáum á Vínstúkunni 10 sopum síðustu misseri og þar kviknaði á áhuga hennar á Náttúruvínum. Brynhildur hefur lokið WSET 2. Ítalsk framleiðandinn Gabrio Bini er í miklu uppáhaldi hjá henni, einnig Blanc de Noir Crémant


  • Heiðrún hefur starfað í veitingabransanum síðan á unglingsárum. Hún hefur lokið WSET 3. Heiðrún hefur marga ára reynslu í veitingageiranum að baki og heldur sérstaklega mikið upp á Cava og Corpinnat